Skip to main content

3-5. maí 2019

Hrútsfjallstindar

  • Mesta hæð

    1.875 m (Hátindur)

  • Hækkun

    Um 2.000 m

  • Áætluð gönguvegalengd

    25 km

  • Áætlaður göngutími

    14-16 klst.

  • Erfiðleikastig

    5 / 5 - Krefjandi ganga.

  • Göngubyrjun

    Frá bílaplani við sporð Svínafellsjökuls

  • Verð

    25.000,-

Lýsing ferðar

Mögnuð ferð á Hrútsfjallstinda í Vatnajökli sem má hiklaust setja í flokk með fegurri tindum landsins í stórbrotnu alpalandslagi. Magnað útsýni er alla leiðina upp og tilkomumikið að horfa í allar áttir eftir að Hátindi er náð.
Gengin verður svokölluð Hafrafellsleið að Efri-Mönnum og um Sveltisskarð. Gengið verður á hæsta tind Hrútsfjallstinda, Hátind (1.875m) og mögulega Vesturtind ef aðstæður leyfa.
Lagt verður af stað í bítið eða um kl. 4 aðfararnótt 11. maí og má búast við að gangan klárist seinnipartinn síðar um daginn. Athugið að í aðdraganda ferðarinnar verður fjallað nánar um tímasetningu og athugið að 12. maí er til vara ef aðstæður krefjast.

Undirbúningur: Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi undirbúið sig með reglubundnum göngum og hækkun. Heppilegt er til dæmis að taka göngu tvisvar í viku upp á Þverfellshorn eða Kerhólakamb eða sambærilegt síðustu fimm vikurnar fyrir göngu, en hvíla í nokkra daga áður en viðburðurinn á sér stað.
Settar verða inn ráðleggingar á síðu viðburðarins varðandi fatnað og búnað að öðru leyti og í sambandi við nesti.
Verð er kr. 25.000 m/vsk
Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 24 manns.

Skráning fer fram á vesen.felog.is. Byrja þarf á því að skrá sig sem forráðamann og svo sem iðkanda og svo er hægt að velja ferðina. Hægt er að skipta greiðslum í þrjá hluta og greiða með greiðslukorti eða greiðsluseðli.

Staðfestingargjald greiðist við pöntun eins og segir í lýsingu viðkomandi ferðar, ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.000.

  • Það sem þarf meðferðis:

    Góðir gönguskór
    Hlýr fatnaður
    Skel (jakki og buxur)
    Bakpoki
    Nesti & drykkir
    Jöklabroddar
    Gönguöxi
    Klifurbelti (göngubelti)
    Læst karabína